24.4.2009 | 23:09
Gjaldeyrir og vesæl ríkisstjórn
Hvað er það sem skapar okkur gjaldeyri þessa mánuðina?
Er það ekki fyrst og fremst sjávarútvegurinn. Samt tala ríkisstjórnarflokkarnir um hann og þá flokka sem hann styðja sem ótyngda glæpamenn og arðræningja.
Og ætli það væri ekki eitt hverju minna úr að spila fyrir Steingrím í ríkiskassanum ef ekki nyti við þeirra álvera sem starfandi eru.
Ferðamennskan skapar vissulega líka mikla atvinnu og gjaldeyri, en er þeim annmörkum háð að bjóða nær eingöngu upp á láglaunastörf, og þar með litlar skatttekjur.
Það sem hér hefur verið nefnt eru megin undirstöður þjólífsins, en betur má ef duga skal. Því er það megin verkefni að loknum kosningum að efla fyrirtækin í landinu og ná slagkrafti í atvinnulífið. Það gerist ekki með þeirri ríkisstjórn sem nú situr og ætlar að eyða komandi mánuðum í karp um ESB.
Hún kveðst reyndar ætla að halda sínu striki, en hver hefur séð þessa stjórn á einhverju striki. Hún skjögrar áfram og notar Sjálfstæðisflokkinn sem hækju í stórum málum, því Framsóknarhækjan taldi sig ekki lengur bundna að vitleysunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ámundi Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.