24.4.2009 | 00:11
Afkastamikil minnihlutastjórn, eða hvað?
Atli Gíslason alþingismaður státar af því að minnihlutastjórn VG og SF hafi verð afkasta mikil. Heyr á endemi, áður sat vanhæf ríkisstjórn, en við tók vanhæf ríkisstjórn hin síðari og fékk litlu áorkað. Hennar helstu afrek voru að framkvæma þá hluti sem fyrri stjórn hafði undirbúið eða ákveðið. Til marks um hið rómaða stjórnar samstarf að mati Atla má nefna það að eitt stærsta málið sem varðar atvinnu í landinu fór í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðisflokks og í andstöðu við VG.
Hefur sitjandi ríkisstjórn unnið sér inn fjögra ára áframhaldandi setu? Ef svo færi þá er vonandi að stefna VG verði ofan á í ESB málum með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.
Nei, þetta samstarf á ekki skilið að lifa, og munið að það er leyfilegt að strika yfir nöfn frambjóðenda á kjörseðlum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ámundi Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.