23.4.2009 | 18:33
Köstum ekki tækifærum.
Gleðilegt sumar, sem vonandi á eftir að verða gjöfult og gæfuríkt.
Til að svo megi verða þurfum við að nýta allt sem í boði er gjaldeyris og tekju öflunar. Ef hingað vilja koma aðilar og kaupa leyfi til olíuleitar, sem skapa jafnvel þúsundir starfa, þá tökum við því fagnandi. Hvort sem okkur líkar betur eða ver þá verður olía notuð í miklu mæli um langa framtíð. Spurningin er bara hver nýtur arðsins, því ekki við?
Sjálf erum við svo heppin að eiga hreina orku til eigin þarfa, og mikið meira en það, í jarðhita og fallvötnum. Tæknilega getum við þó ekki enn notað hana til samgangna og fiskveiða nema í litlu mæli. Og enn, að minnsta kosti eru möguleikar til útflutnings þessarar orku ekki fyrir hendi. Þess vegna er það okkar leið til að þessi orka skapi gjaldeyri að erlendir stór orkunotendur kom hingað með sína starfsemi og kaupi orkuna á staðnum. Tæknilega er þetta lausnin, og það verður að segjast að fýsilegra er að fá hingað stóriðjur, vonandi sem fjölbreyttastar, knúnar gufu og vatnsorku heldur en að horfa á þær knúnar olíu, kolum að ekki sé talað um kjarnorku hér handan Atlandsála. Staðreyndin er því miður sú að í nágrannalöndunum er nú að slakna á andstöðunni gegn kjarnorku, það er skelfilegt. Því eigum við nú tækifæri til að markaðssetja okkar hreinu orku, og skapa það sem helst skortir, atvinnu og gjaldeyri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ámundi Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.