Hvert stefnum við?

Eðli málsins samkvæmt er mikið skrifað um stjórnmál og kosningar þessa dagana. Það vekur athygli að þeir sem lýsa yfir stuðningi við ákveðna flokka tala meira um stefnur allra hinna flokkanna. Kannski er það vegna þess að engin stefna er góð, fólk bara trúir á flokkinn.

Vinstri grænir hafa þá stefnu helsta að gera ekki neitt, nema ef vera kunni að ganga af garðyrkjunni dauðri. Samfylkingin ætlar að ganga frá krónunni dauðri, og helst landbúnaði og fiskveiðum með. Framsóknarflokkurinn geldur fyrir að hafa skapað þær aðstæður sem leiddu til efnahagshrunsins á síðasta ári, en það er framtíðin sem skiptir máli. Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn sem er sligaður af syndum, og þar hefði þurft að taka betur til. En maður ætlar að brennt barn forðist eldinn.

Það er mjög óábyrgur málflutningur núverandi stjórnarflokka þegar þeir nánast lofa þjóðinni því að halda samstarfinu áfram eftir kosningar. Það sem við þurfum fyrst og fremst á að halda núna er ábyrg og afgerandi stefna í Evrópumálum, en þar stefna þessir flokkar hvor í sína áttina. Flokkarnir verða að upplýsa hvað á að standa í stjórnarsáttmálanum um þessi mál. Þar verður að standa annað hvort (efnislega): stefnt er að inngöngu í ESB og upptöku evru, eða: áfram verður staðið utan ESB og unnið að styrkingu krónunnar. Síðari kosturinn hugnast mér betur, en öll loðin ákvæði í þessum efnum eru stór skaðleg.

Það skelfir mig því mikið að Vinstri grænir skulu hafa landsfundarsamþykkt fyrir því að ganga ekki til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þessir flokkar hafa mjög samhljóða stefnu í Evrópumálum, og skýr stefna stjórnvalda í þeim, er forsemda þess að við öðlumst trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu. Og það er með krónuna eins og aðra sjúklinga, hún þarf læknir sem vill lækna hana.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ámundi Kristjánsson

Höfundur

Ámundi Kristjánsson
Ámundi Kristjánsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...logg_836509
  • ...blogg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband