24.4.2009 | 23:32
Á síðustu stundu.
Ég hef nú síðustu daga skrifað hér nokkrar ábendingar sem vert er að skoða fyrir þá sem eru í vafa um hvort og/eða hvað eigi að kjósa. Umfram allt skoðið þetta og gerið allt annað en sitja heima eða skila auðu.
Það er mér ekkert ljúft að þurfa að setja X við D, en það er eina leiðin til að stöðva þetta stjórnarsamstarf sem enn og aftur birtist sem karp um eitt stærsta málið það er ESB. Og nú er það ljóst að það á bara að halda því karpi áfram, og láta þjóðinni blæða.
Vonast eftir stuðningi við þetta sjónarmið og munið, það má strika út, það getur leynst sáluhjálp í því. Það er allt betra en óbreytt ástand.
24.4.2009 | 23:09
Gjaldeyrir og vesæl ríkisstjórn
Hvað er það sem skapar okkur gjaldeyri þessa mánuðina?
Er það ekki fyrst og fremst sjávarútvegurinn. Samt tala ríkisstjórnarflokkarnir um hann og þá flokka sem hann styðja sem ótyngda glæpamenn og arðræningja.
Og ætli það væri ekki eitt hverju minna úr að spila fyrir Steingrím í ríkiskassanum ef ekki nyti við þeirra álvera sem starfandi eru.
Ferðamennskan skapar vissulega líka mikla atvinnu og gjaldeyri, en er þeim annmörkum háð að bjóða nær eingöngu upp á láglaunastörf, og þar með litlar skatttekjur.
Það sem hér hefur verið nefnt eru megin undirstöður þjólífsins, en betur má ef duga skal. Því er það megin verkefni að loknum kosningum að efla fyrirtækin í landinu og ná slagkrafti í atvinnulífið. Það gerist ekki með þeirri ríkisstjórn sem nú situr og ætlar að eyða komandi mánuðum í karp um ESB.
Hún kveðst reyndar ætla að halda sínu striki, en hver hefur séð þessa stjórn á einhverju striki. Hún skjögrar áfram og notar Sjálfstæðisflokkinn sem hækju í stórum málum, því Framsóknarhækjan taldi sig ekki lengur bundna að vitleysunni.
24.4.2009 | 22:04
Nýtum réttinn.
Ekki kemur á óvart þó stór hópur fólks fordæmi Sjálfstæðisflokkinn, eftir það sem á undan er gengið. Jafnvel fyrrum dyggir stuðningsmenn ætla nú að sitja heima eða skila auðu. En Sj.fl sat aldrei einn í ríkisstjórn og fór aldrei með ráðuneyti viðskiptamála. Hann hefur þvert á móti áður reist þjóðina úr rústum, og nú lært að láta ekki fjárglæframenn draga sig á asnaeyrunum.
Það sýndi sig líka í síðustu kosningum að Sjálfstæðismenn kunna að strika út, og nú er kannski ærin ástæða til að beita því, hvort það er vegna ofurstyrkja eða annarra hluta.
En umfram allt kjósið og strikið út eftir þörfum, það er jú sú mynd persónukosninga sem gildir í dag.
24.4.2009 | 00:11
Afkastamikil minnihlutastjórn, eða hvað?
Atli Gíslason alþingismaður státar af því að minnihlutastjórn VG og SF hafi verð afkasta mikil. Heyr á endemi, áður sat vanhæf ríkisstjórn, en við tók vanhæf ríkisstjórn hin síðari og fékk litlu áorkað. Hennar helstu afrek voru að framkvæma þá hluti sem fyrri stjórn hafði undirbúið eða ákveðið. Til marks um hið rómaða stjórnar samstarf að mati Atla má nefna það að eitt stærsta málið sem varðar atvinnu í landinu fór í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðisflokks og í andstöðu við VG.
Hefur sitjandi ríkisstjórn unnið sér inn fjögra ára áframhaldandi setu? Ef svo færi þá er vonandi að stefna VG verði ofan á í ESB málum með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.
Nei, þetta samstarf á ekki skilið að lifa, og munið að það er leyfilegt að strika yfir nöfn frambjóðenda á kjörseðlum.
Bloggfærslur 24. apríl 2009
Um bloggið
Ámundi Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar