21.4.2009 | 22:42
Hefði betur sofið!!
Það skildi þó ekki vera að 16 eða 17 mánaða seta Samfylkingarinnar í ríkisstjórn hafi toppað 18 ára feril Sjálfstæðisflokksins, þegar meta á heiðurinn af því hversu veikburða við stóðum gagnvart kreppunni.
Þegar horft er til baka, kemur í ljós að um langt skeið ríkti hér góðæri, sem flestir nutu. Fólk úr öllum flokkum keypti stóra og dýra bíla, jafnvel hörðustu umhverfissinnar tóku þátt í kapphlaupinu um að menga sem mest. Það spiluðu nefnilega allir með og kepptust við að kaupa, og sóa sem mestum gjaldeyri.
Samfylkingin hefur greinilega ekkert lært, heldur að leiðin út úr kreppunni sé að tala krónuna bara enn neðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síað sína stefnu, heldur í gildi framfara og uppbyggingar, en kastar hinni taumlausu frjálshyggju fyrir róða.
Bloggfærslur 21. apríl 2009
Um bloggið
Ámundi Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar