Á síðustu stundu.

Ég hef nú síðustu daga skrifað hér nokkrar ábendingar sem vert er að skoða fyrir þá sem eru í vafa um hvort og/eða hvað eigi að kjósa. Umfram allt skoðið þetta og gerið allt annað en sitja heima eða skila auðu.

Það er mér ekkert ljúft að þurfa að setja X við D, en það er eina leiðin til að stöðva þetta stjórnarsamstarf sem enn og aftur birtist sem karp um eitt stærsta málið það er ESB. Og nú er það ljóst að það á bara að halda því karpi áfram, og láta þjóðinni blæða.

Vonast eftir stuðningi við þetta sjónarmið og munið, það má strika út, það getur leynst sáluhjálp í því. Það er allt betra en óbreytt ástand.

 


Gjaldeyrir og vesæl ríkisstjórn

 

Hvað er það sem skapar okkur gjaldeyri þessa mánuðina?

Er það ekki fyrst og fremst sjávarútvegurinn. Samt tala ríkisstjórnarflokkarnir um hann og þá flokka sem hann styðja sem ótyngda glæpamenn og arðræningja.

Og ætli það væri ekki eitt hverju minna úr að spila fyrir Steingrím í ríkiskassanum ef ekki nyti við þeirra álvera sem starfandi eru.

Ferðamennskan skapar vissulega líka mikla atvinnu og gjaldeyri, en er þeim annmörkum háð að bjóða nær eingöngu upp á láglaunastörf, og þar með litlar skatttekjur.

Það sem hér hefur verið nefnt eru megin undirstöður þjólífsins, en betur má ef duga skal. Því er það megin verkefni að loknum kosningum að efla fyrirtækin í landinu og ná slagkrafti í atvinnulífið. Það gerist ekki með þeirri ríkisstjórn sem nú situr og ætlar að eyða komandi mánuðum í karp um ESB.

Hún kveðst reyndar ætla að halda sínu striki, en hver hefur séð þessa stjórn á einhverju striki. Hún skjögrar áfram og notar Sjálfstæðisflokkinn sem hækju í stórum málum, því Framsóknarhækjan taldi sig ekki lengur bundna að vitleysunni.


Nýtum réttinn.

 

Ekki kemur á óvart þó stór hópur fólks fordæmi Sjálfstæðisflokkinn, eftir það sem á undan er gengið. Jafnvel fyrrum dyggir stuðningsmenn ætla nú að sitja heima eða skila auðu. En Sj.fl sat aldrei einn í ríkisstjórn og fór aldrei með ráðuneyti viðskiptamála. Hann hefur þvert á móti áður reist þjóðina úr rústum, og nú lært að láta ekki fjárglæframenn draga sig á asnaeyrunum.

Það sýndi sig líka í síðustu kosningum að Sjálfstæðismenn kunna að strika út, og nú er kannski ærin ástæða til að beita því, hvort það er vegna ofurstyrkja eða annarra hluta.

En umfram allt kjósið og strikið út eftir þörfum, það er jú sú mynd persónukosninga sem gildir í dag.


Afkastamikil minnihlutastjórn, eða hvað?

 

Atli Gíslason alþingismaður státar af því að minnihlutastjórn VG og SF hafi verð afkasta mikil. Heyr á endemi, áður sat vanhæf ríkisstjórn, en við tók vanhæf ríkisstjórn hin síðari og fékk litlu áorkað. Hennar helstu afrek voru að framkvæma þá hluti sem fyrri stjórn hafði undirbúið eða ákveðið. Til marks um hið rómaða stjórnar samstarf að mati Atla má nefna það að eitt stærsta málið sem varðar atvinnu í landinu fór í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðisflokks og í andstöðu við VG.

Hefur sitjandi ríkisstjórn unnið sér inn fjögra ára áframhaldandi setu? Ef svo færi þá er vonandi að stefna VG verði ofan á í ESB málum með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.

Nei, þetta samstarf á ekki skilið að lifa, og munið að það er leyfilegt að strika yfir nöfn frambjóðenda á kjörseðlum.


Meirihluti gegn ESB...en heldur VG?

Nú eru línur farnar að skýrast varðandi stuðning við umsókn um ESB aðild. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup fengju flokkar sem stefna að umsókn (X-O, X-B og X-S) samtals 30 þingsæti en þeir sem telja umsókn ótímabæra (X-V og X-D) samtals 33 þingsæti.

Þarna kristallast vilji þjóðarinnar í þessum málum. En málið er ekki svona einfalt, því núverandi stjórnar flokkar hvor úr sinni fylkingu hafa nefnilega ákveðið að halda samstarfinu áfram eftir kosningar fái þeir til þess umboð.

Af ýmsum ummælum frambjóðanda stjórnarflokkana að ráða eru meiri líkur til að VG láti undan í þessu máli. Þá er illa komið, og því skildu kjósendur skoða vel sinn hug, og vinna að því að þetta umboð náist ekki.

Þá er líka hollt að skoða hvort er meiri spilling, styrkir fyrirtækja til stjórnmálaflokka eða kaup frambjóðenda á atkvæðum með peningum ríkissjóðs.


Köstum ekki tækifærum.

 

Gleðilegt sumar, sem vonandi á eftir að verða gjöfult og gæfuríkt.

Til að svo megi verða þurfum við að nýta allt sem í boði er gjaldeyris og tekju öflunar. Ef hingað vilja koma aðilar og kaupa leyfi til olíuleitar, sem skapa jafnvel þúsundir starfa, þá tökum við því fagnandi. Hvort sem okkur líkar betur eða ver þá verður olía notuð í miklu mæli um langa framtíð. Spurningin er bara hver nýtur arðsins, því ekki við?

Sjálf erum við svo heppin að eiga hreina orku til eigin þarfa, og mikið meira en það, í jarðhita og fallvötnum. Tæknilega getum við þó ekki enn notað hana til samgangna og fiskveiða nema í litlu mæli. Og enn, að minnsta kosti eru möguleikar til útflutnings þessarar orku ekki fyrir hendi. Þess vegna er það okkar leið til að þessi orka skapi gjaldeyri að erlendir stór orkunotendur kom hingað með sína starfsemi og kaupi orkuna á staðnum. Tæknilega er þetta lausnin, og það verður að segjast að fýsilegra er að fá hingað stóriðjur, vonandi sem fjölbreyttastar, knúnar gufu og vatnsorku heldur en að horfa á þær knúnar olíu, kolum að ekki sé talað um kjarnorku hér handan Atlandsála. Staðreyndin er því miður sú að í nágrannalöndunum er nú að slakna á andstöðunni gegn kjarnorku, það er skelfilegt. Því eigum við nú tækifæri til að markaðssetja okkar hreinu orku, og skapa það sem helst skortir, atvinnu og gjaldeyri.


Heiðarleiki og tækifæri

 

Hvort það er kreppunni að þakka eða ekki, þá eru það ákveðin tímamót að nú skuli komnar upp á borð allar upplýsingar um styrki til stjórnmálaflokka. Þar kom í ljós að sumir bera svartari blett en aðrir í þeim málum.

Óvissa um þetta hefur lengi svifið yfir vötnum, en nú er komið að kosningum og þá skal fyrst og fremst horfa til framtíðar. Það er nefnilega ekki refsing við flokk að kjósa hann ekki. Þvert á móti er rétt að þeir sem mest báru úr bítum þurfi nú að sýna hvað í þeim býr, til þess þarf að gefa tækifæri.


Hefði betur sofið!!

Það hefði kansi farið betur að fyrverandi viðskiptaráðherra hefði bara sofið og sofið fast, meðan hann stóð vaktina. Hann hefði þá ekki náð að tala krónuna svo mikið niður sem raun ber vitni. Það er ekki fýsilegt að mæta heilli heimskreppu með skjögrandi efnahagskerfi og viðskiptaráðherra sem vill gjaldmiðilinn feigan.

Það skildi þó ekki vera að 16 eða 17 mánaða seta Samfylkingarinnar í ríkisstjórn hafi toppað 18 ára feril Sjálfstæðisflokksins, þegar meta á heiðurinn af því hversu veikburða við stóðum gagnvart kreppunni.

Þegar horft er til baka, kemur í ljós að um langt skeið ríkti hér góðæri, sem flestir nutu. Fólk úr öllum flokkum keypti stóra og dýra bíla, jafnvel hörðustu umhverfissinnar tóku þátt í kapphlaupinu um að menga sem mest. Það spiluðu nefnilega allir með og kepptust við að kaupa, og sóa sem mestum gjaldeyri.

Samfylkingin hefur greinilega ekkert lært, heldur að leiðin út úr kreppunni sé að tala krónuna bara enn neðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síað sína stefnu, heldur í gildi framfara og uppbyggingar, en kastar hinni taumlausu frjálshyggju fyrir róða.


Hvert stefnum við?

Eðli málsins samkvæmt er mikið skrifað um stjórnmál og kosningar þessa dagana. Það vekur athygli að þeir sem lýsa yfir stuðningi við ákveðna flokka tala meira um stefnur allra hinna flokkanna. Kannski er það vegna þess að engin stefna er góð, fólk bara trúir á flokkinn.

Vinstri grænir hafa þá stefnu helsta að gera ekki neitt, nema ef vera kunni að ganga af garðyrkjunni dauðri. Samfylkingin ætlar að ganga frá krónunni dauðri, og helst landbúnaði og fiskveiðum með. Framsóknarflokkurinn geldur fyrir að hafa skapað þær aðstæður sem leiddu til efnahagshrunsins á síðasta ári, en það er framtíðin sem skiptir máli. Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn sem er sligaður af syndum, og þar hefði þurft að taka betur til. En maður ætlar að brennt barn forðist eldinn.

Það er mjög óábyrgur málflutningur núverandi stjórnarflokka þegar þeir nánast lofa þjóðinni því að halda samstarfinu áfram eftir kosningar. Það sem við þurfum fyrst og fremst á að halda núna er ábyrg og afgerandi stefna í Evrópumálum, en þar stefna þessir flokkar hvor í sína áttina. Flokkarnir verða að upplýsa hvað á að standa í stjórnarsáttmálanum um þessi mál. Þar verður að standa annað hvort (efnislega): stefnt er að inngöngu í ESB og upptöku evru, eða: áfram verður staðið utan ESB og unnið að styrkingu krónunnar. Síðari kosturinn hugnast mér betur, en öll loðin ákvæði í þessum efnum eru stór skaðleg.

Það skelfir mig því mikið að Vinstri grænir skulu hafa landsfundarsamþykkt fyrir því að ganga ekki til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þessir flokkar hafa mjög samhljóða stefnu í Evrópumálum, og skýr stefna stjórnvalda í þeim, er forsemda þess að við öðlumst trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu. Og það er með krónuna eins og aðra sjúklinga, hún þarf læknir sem vill lækna hana.


Um bloggið

Ámundi Kristjánsson

Höfundur

Ámundi Kristjánsson
Ámundi Kristjánsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...logg_836509
  • ...blogg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband